Skip to main content

Fréttir

Skúlaþing 19. febrúar

SKÚLAÞING
Skúli Magnússon landfógeti – 300 ára minning

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni Skúlaþing. Skúli Magnússon landfógeti – 300 ára minning (Skúli fæddist árið 1711) í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð, laugardaginn 19. febrúar 2011. Málþingið hefst kl. 13 og því lýkur um kl. 16.30.

Flutt verða fimm erindi sem hér segir:

„Íslands kúgara hatari“ – Umfjöllun íslenskra sagnaritara um Skúla fógeta
Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, sagnfræðingur

Hugmyndir Skúla Magnússonar landfógeta um handiðnað og landshagi
Hrefna Róbertsdóttir, sviðsstjóri skjalasviðs Þjóðskjalasafni Íslands

Embættismaður konungs á mörkum þjóðlegra hefða og alþjóðlegrar nýhugsunar: Skúli Magnússon fógeti
Gísli Gunnarsson, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands

KAFFIHLÉ

Skúli Magnússon og íslenskur sjávarútvegur
Jón Þ. Þór, rannsóknaprófessor í sagnfræði við Háskólann á Akureyri
Örn Hrafnkelsson, forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, flytur erindið í fjarveru Jóns

Bóndi er bústólpi: Skúli Magnússon og landbúnaðurinn
Lýður Björnsson, fyrrv. dósent við Kennaraháskóla Íslands, síðar kennari við Verzlunarskóla Íslands
Svavar Sigmundsson, fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar Íslands, flytur erindið í fjarveru Lýðs

Fundarstjóri: Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur

Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.
Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.

Veitingar verða á boðstólum í hléi fyrir framan fyrirlestrasalinn á 2. hæð.

Útdrættir úr erindum liggja frammi á málþinginu. Þeir verða síðar aðgengilegir á heimasíðu félagsins.