Skip to main content

Fréttir

Skáldskaparfræði komin alla leið heim

Þá er handritið AM 748 Ib 4to komið alla leið heim. Charlotte Bøving, leikari og fóstra Skáldskaparfræða, skinnbókar frá um 1300, og Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor

og fræðari, fóru á föstudaginn með eftirgerð Hersteins Brynjólfssonar að handritinu í Húsið á Eyrarbakka. Þar verður örsýning handrita sem Lýður Pálsson og safnið fyrir austan standa fyrir með stofnuninni.

Hönnuðir sýningarinnar eru Finnur Arnar Arnarson myndlistarmaður og Sigrún Sigvaldadóttir grafískur hönnuður. Sýningin er styrkt af Menningarráði Suðurlands.

Upplýsingar um sex örsýningar, opnunardag sýninganna, handrit og fóstrur þeirra í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar

 

Charlotte Bøving opnar örsýningu handrita í Húsinu á Eyrarbakka 10. maí 2013. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson.

 

Gísli Sigurðsson við opnun örsýningar handrita í Húsinu á Eyrarbakka 10. maí 2013. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson.

 

Á örsýningu handrita í Húsinu á Eyrarbakka 10. maí 2013. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson.