Þrettán milljónum hefur verið ráðstafað til 31 verkefnis úr sjóði Hagþenkis. Árni Heimir Ingólfsson, Guðrún Ingólfsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir, gestafræðimenn á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, eru á meðal styrkþega. Verkefni Árna Heimis er um Jón Leifs og íslenska tónlist en Guðrúnar og Þórunnar um bókmenntasögu Jóns Ólafssonar úr Grunnavík.
Starfsstyrkir Hagþenkis 2014 til ritstarfa:
- Arndís S. Árnadóttir, Saga Myndlista- og handíðaskóla Íslands, 600.000 kr.
- Arnþrúður Ingólfsdóttir, Björg Sveinbjörnsdóttir, Sigurlaug Hreinsdóttir og Þóra Björg Sigurðardóttir, Kennslubók í heimspeki og kynjafræði, 600.000 kr.
- Árni Heimir Ingólfsson, Jón Leifs and the Creation of Icelandic Music, 600.000 kr.
- Birgir Hermannsson, Sjálfstæð þjóð, 600.000 kr.
- Guðrún Sveinbjarnardóttir, The Reykholt Churches: the Archaeological Evidence, 600.000 kr.
- Harpa Björnsdóttir, Lífssaga Sölva Helgasonar, 600.000 kr.
- Jakob Þór Kristjánsson, Ég lifi mamma: bréf vesturíslenskra hermanna 1914-1918, 600.000 kr.
- Jón Yngvi Jóhannsson, Rafræn kennslubók í bókmenntafræði fyrir háskólanema, 600.000 kr.
- Unnur Guðrún Óttarsdóttir, Listmeðferð í námi, 600.000 kr.
- Vigfús Geirdal, Vigfús Grænlandsfari – Með Koch og Wegener yfir Grænland 1912-13, 600.000 kr.
- Guðrún Ingólfsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir, Bókmenntasaga Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, 500.000 kr.
- Auður Ingvarsdóttir, Að breyta heiminum, Menningar- og friðarsamtök kvenna í 60 ár. 400.000 kr.
- Árni Daníel Júlíusson og Axel Kristinsson, Aðlögun að mannfjölgun: þróunarfræði og Malthus, 400.000 kr.
- Halldóra Arnardóttir, Íslensk híbýlafræði: Kristín Guðmundsdóttir, 400.000 kr.
- Hjörleifur Stefánsson, Torfhúsaborgin Reykjavík, 400.000 kr.
- Sigrún Pálsdóttir, Sigríður Magnússon. Sendiherra íslenskrar menningar, 400.000 kr.
- Trausti Ólafsson, Íslenskir leikstjórar 2: Þórhildur Þorleifsdóttir, 400.000 kr.
- Anna Dóra Antonsdóttir, Bardaginn á Örlygsstöðum, 300.000 kr.
- Ágúst H. Bjarnason, Greinaskrif um háplöntur og mosa (rafrænt fræðiefni), 300.000 kr.
- Bjarki Bjarnason, Snorra-Edda á íslensku nútímamáli (þýðing). 300.000 kr.
- Eiríkur K. Björnsson, Kennslubók um Íslandssögu 1944-2014, 300.000 kr.
- Hrafnkell Lárusson, Svæðisbundin fjölmiðlun á Austurlandi (grein), 300.000 kr.
- Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Máttur fiðlunnar: Steina og vídeólistin, 300.000 kr.
- Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Útrýming og varðveisla torfhúsa, 300.000 kr.
- Sigrún Helgadóttir, Ævisaga Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings (1912-1983), 300.000 kr.
- Sólfríður Guðmundsdóttir, Fyrirbygging og heilsuheilræði vegna krabbameina, 300.000 kr.
- Sólveig Einarsdóttir og Elínborg Ragnarsdóttir, Skáld skrifa þér – brot úr bókmenntasögu með skáldlegu ívafi, 300.000 kr.
- Sóley Dröfn Davíðsdóttir, Hugræn atferlismeðferð við kvíða, 300.000 kr.
- Svanhildur Kr. Sverrisdóttir, Íslensk málfræði í smáforritum (vinnuheiti), 300.000 kr.
- Vilmundur Hansen, Foldar skart (frumsamið fræðirit), 300.000 kr.
- Salvör Gissurardóttir, Myndræn forritun fyrir börn og unglinga, 200.000 kr.
Handritsstyrkur
- Anna María Björnsdóttir, Hver stund með þér (ástarljóð frá afa til ömmu), 200.000 kr.
Í úthlutunarnefnd Hagþenkis 2014 voru Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræðingur, Þorgerður H. Þorvaldsdóttir kynjafræðingur og Kolbrún S. Hjaltadóttir kennari og formaður nefndarinnar.