Skip to main content

Fréttir

Samstarfssamningur um skráningu handrita

Á myndinni eru frá vinstri: Vésteinn Ólason SÁ, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir Lbs-Hbs og Matthew Driscoll AMS.


Föstudaginn 11. apríl s.l. skrifuðu forstöðumenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Den Arnamagnæanske samling í Kaupmannahöfn undir samstarfsamning um skráningu og lýsingu á handritum sem eru í þeirra vörslu. Markmiðið er að koma á samræmdri skrá yfir handritin með viðurkenndum skráningaraðferðum, alls um 15.000 handrit, og gera þær upplýsingar aðgengilegar.

Hér er um margra ára verkefni að ræða en aðgengi að fyrsta áfanga skráningarinnar verður opnað í haust.