Skip to main content

Fréttir

Samkeppni um hönnun húsnæðis fyrir stofnunina


Með bréfi dags. 17. desember 2007 skipaði menntamálaráðherra dómnefnd „sem hefur það hlutverk að efna til opinnar samkeppni um hönnun húsnæðis Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum“.

Dómnefndin er þannig skipuð:

  • Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður, án tilnefningar,
  • Guðmundur Kr. Guðmundsson, arkitekt FAÍ, tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands,
  • Hildigunnur Haraldsdóttir, arkitekt FAÍ, tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands,
  • Vésteinn Ólason, tilnefndur af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum,
  • Guðmundur R. Jónsson, tilnefndur af Háskóla Íslands.

Gert er ráð fyrir að samkeppni verði auglýst innan fárra vikna.