Með bréfi dags. 17. desember 2007 skipaði menntamálaráðherra dómnefnd „sem hefur það hlutverk að efna til opinnar samkeppni um hönnun húsnæðis Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum“.
Dómnefndin er þannig skipuð:
- Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður, án tilnefningar,
- Guðmundur Kr. Guðmundsson, arkitekt FAÍ, tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands,
- Hildigunnur Haraldsdóttir, arkitekt FAÍ, tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands,
- Vésteinn Ólason, tilnefndur af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum,
- Guðmundur R. Jónsson, tilnefndur af Háskóla Íslands.
Gert er ráð fyrir að samkeppni verði auglýst innan fárra vikna.