Skip to main content

Fréttir

Sálnahulstur Gabríelu

Gabríela Friðriksdóttir myndlistamaður vinnur að sýningu sem verður opnuð í Schim Kunsthalle í Frankfurt í september. Sýningin er unnin í kringum skinnhandrit sem Gabríela valdi sjálf. Hún segir að valið eftir útlitinu hafi komið fræðimönnum á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum svolítið á óvart. Hún sér handritin fyrir sér sem einhvers konar hylki, sálnahlustur utan um reynslu og sögu fólks fyrr á tímum. Gabríela segir tilfinninguna þegar hún snerti handritin vera mjög sérstaka, hún fann orku streyma um sig.

Sýningin er sett upp í tilefni Bókasýningarinnar í Frankfurt í haust en Ísland verður heiðursgestur þetta árið.