Aðalfundur Félags íslenskra fræða verður haldinn miðvikudaginn 25. apríl kl. 19 í ReykjavíkurAkademíunni.
Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar félagsins
3. Stjórnarkjör
4. Önnur mál
Að aðalfundinum loknum, kl. 20, verður fyrirlestur Rósu Þorsteinsdóttur sem nefnist „Ævintýri - erlend og íslensk, prentuð og sögð“.
Elstu þýðingar á erlendum ævintýrum (í nútímamerkingu þess orðs) yfir á íslensku eru frá 18. öld og Grimmsævintýri var farið að þýða hér nokkrum árum eftir að þau voru fyrst prentuð í Þýskalandi 1812. Sum þessara ævintýra voru síðan hljóðrituð af starfsfólki Árnastofnunar úr munnlegri geymd á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Ætlunin er að íhuga vegferð ævintýranna á þessu 200 ára tímabili og athuga hvernig þau aðlagast íslenskri sagnahefð og umhverfi.
Rósa Þorsteinsdóttir lauk BA-prófi í bókasafnsfræði og þjóðfræði frá HÍ og MA-prófi í þjóðfræði frá sama skóla Hún starfar sem rannsóknarlektor á Árnastofnun. Nýútkomin er bók hennar, Sagan upp á hvern mann (2011), sem fjallar um átta íslenska sagnamenn og ævintýri þeirra.
Í hléi verður boðið upp á léttar veitingar í tilefni vorkomu.
Allir velkomnir.