Reykjavík var fimmta borgin í heiminum til að hljóta þann heiður að vera útnefnd Bókmenntaborg UNESCO, og sú fyrsta utan ensks málsvæðis. Fyrir eru í samtökum Bókmenntaborga UNESCO borgirnar Edinborg í Skotlandi, Iowa City í Bandaríkjunum, Melbourne í Ástralíu og Dublin á Írlandi. Bókmenntaborgirnar eru hluti af stærra neti Skapandi borga UNESCO og er Reykjavík 29. borgin til að fá aðild að samtökunum. Upplýsingar má fá á vefsíðu sem komið hefur verið á fót fyrir borgina: