Íslenska málfræðifélagið og Málvísindastofnun Háskóla Íslands
28. Rask-ráðstefnan um íslenskt mál og almenna málfræði verður haldin í sal Þjóðminjasafnsins laugardaginn 25. janúar 2014.
Haldnir verða 12 fyrirlestrar með hefðbundnu sniði en auk þess er sérstakur liður á ráðstefnunni helgaður Jóni R. Gunnarssyni sem lést sl. haust.
Dagskrá:
9.30 Ráðstefnan sett
9.40 -10.20 Í minningu Jóns R. Gunnarssonar (1940-2013)
Höskuldur Þráinsson, Guðrún Þórhallsdóttir og Sigurður Konráðsson minnast Jóns R. Gunnarssonar og segja frá kennslu hans, rannsóknum og frumkvöðlastarfi á ýmsum sviðum málvísinda á Íslandi.
Fundarstjóri Brynhildur Stefánsdóttir
10.20-10.40
Haraldur Bernharðsson
Brot úr sögu ritmálsstaðals á 19. og 20. öld: hefur og hefir
10.40-11.00
Már Jónsson
Bókstafurinn ð í skrifum almennings um og eftir miðja 19. öld
11.00-11.20 Kaffihlé
11.20-11.40
Marion Lerner
Af „setubingum“ og „hugvitsverkfærum“: Orðfæri í Ferðabók Tómasar Sæmundssonar
11.40-12.00
Jón Friðrik Daðason, Kristín Bjarnadóttir og Kristján Rúnarsson
Skrambans villurnar: Villugreining á tölvutækum textum
12.00-13.00 Hádegishlé
Fundarstjóri Anna S. Þráinsdóttir
13.00-13.20
Sigríður Mjöll Björnsdóttir
Enginn Turkey hef jeg
13.20-13.40
Ása Bryndís Gunnarsdóttir og Þórhallur Eyþórsson
Skynjun heimsins í íslensku og ensku
13.40-14.00
Jóhanna T. Einarsdóttir
Málsýni íslenskra leikskólabarna
14.00-14.20
Hrafnhildur Ragnarsdóttir
Þróun orðaforða íslenskra barna frá leikskólaaldri upp í þriðja bekk grunnskóla: Stöðugleiki og einstaklingsmunur
14.20-14.40 Kaffihlé
Fundarstjóri Haraldur Bernharðsson
14.40-15.00
Sigríður Sæunn Sigurðardóttir
„Heill þú farir“ Um sögulegan breytileika í íslenskum kveðjum
15.00-15.20
Þorgeir Sigurðsson
Nokkrar leiðréttingar í Arinbjarnarkviðu
15.20-15.40
Nicole Dehé
The prosodic phrasing of the Icelandic parenthetical clause held ég in spontaneous spoken language
15.40-16.00
Katrín Axelsdóttir
Óþægilegur samhljómur
16.00 Ráðstefnuslit