Skip to main content

Fréttir

Rafrænt rit um málstefnu í norrænum háskólum

Kennsla í íslensku sem öðru máli. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

 

Í gær kom út rafrænt rit um málstefnu í háskólum á Norðurlöndum. Megináherslan er á spurninguna um hvort kennsla og rannsóknir fara fram á viðkomandi þjóðtungu eða á ensku og hvernig hægt er að láta þetta tvennt fara saman.

Hvor parallelt. Om parallellspråkighet på Nordens universitet. Frans Gregersen (red.) Frans Gregersen, Olle Josephson, Sebastian Godenhjelm, Monica Londen, Jan-Ola Östman, Ari Páll Kristinsson, Haraldur Bernharðsson, Unn Røyneland, Gjert Kristoffersen, Marita Kristiansen, Jacob Thøgersen og Linus Salö.
TemaNord 2014:535. København: Nordisk Ministerråd.
ISBN 978-92-893-2787-9. ISBN 978-92-893-2788-6 EPUB.

Bókin fjallar um mikilvægt málefni sem mætti fá meiri athygli í háskólasamfélaginu hér. Þarna er kafli um Ísland sem hægt er að bera saman við kaflana um hin norrænu ríkin.

Ókeypis aðgangur er að hinni rafrænu gerð bókarinnar:

www.norden.org/sv/publikationer/publikationer/2014-535/