Miðvikudaginn 2. desember verður efnt til ráðstefnu um vesturíslenskt mál og menningu.
Ráðstefnan verður haldin í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og tengist rannsóknaverkefninu „Mál, mábreytingar og menningarleg sjálfsmynd“ sem hlaut styrk úr Rannsóknasjóði (Rannís).
Ráðstefnan nýtur stuðnings Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Málvísindastofnunar Háskóla Íslands.
Tveir erlendir gestafyrirlesarar verða á ráðstefnunni, þær Angela Hoffman frá Uppsalaháskóla og Karoline Kühl frá Kaupmannahafnarháskóla.
Auk þeirra munu innlendir fræðimenn og háskólanemar flytja fyrirlestra. Þeirra á meðal eru tveir fræðimenn á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Það eru þau Ásta Svavarsdóttir rannsóknardósent sem fjallar um rætur og upphaf vesturíslensku og Úlfar Bragason rannsóknarprófessor sem flytur erindi um varðveislu íslensku í Vesturheimi.
Fyrirlesarar munu haga máli sínu þannig að bæði innlendir og erlendir áheyrendur geti fylgst með.
Ráðstefnan er öllum opin. Dagskrána má finna hér.