Skip to main content

Fréttir

Örnefni skipta hundruðum þúsunda

Hallgrímur J. Ámundason á örnefnasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

 

Grunninn að örnefnaskráningu í landinu má finna í allt að hundrað ára gömlum skrám hjá örnefnasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Örnefni eru nú á leið í gagnagrunn Landmælinga þar sem þau verða aðgengileg í vefsjá. Hallgrímur J. Ámundason sérfræðingur á Árnastofnun segir Leifi Haukssyni frá safninu og hvernig það er nýtt í útvarpsþættinum Sjónmáli. Hlusta má á þáttinn á vefnum: