Skip to main content

Fréttir

Örnefni í sólkerfinu

Merkurius – örnefni. www.stjornufraedi.is.

 

Fræðslufundur verður í Nafnfræðifélaginu laugardaginn 9. febrúar nk. í stofu 106 í Odda, húsi Háskóla Íslands, og hefst kl. 13.15.

Sævar Helgi Bragason flytur fyrirlestur  sem hann nefnir Örnefni í sólkerfinu.

„Segja má að könnun sólkerfisins séu landafundir nútímans. Sífellt finnast ný fyrirbæri í sólkerfinu sem gefa þarf nöfn. En hvernig stendur á því að gígur á Merkúríusi er nefndur eftir íslenskri myndlistarkonu á meðan annar gígur á Mars ber nafn lítils bæjarfélags á Íslandi eða frægs vísindamanns? Hvers vegna er Mývatn líka að finna á Satúrnusartunglinu Títan? Í fyrirlestrinum verður fjallað um þær reglur, hefðir og þemu sem gilda um örnefni í sólkerfinu og hver það eru sem gefa stöðunum nöfn.“

Sævar Helgi Bragason (f. 1984) hefur meistaranám í jarðfræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð haustið 2013 og hyggur á frekara nám í jarðfræði reikistjarnanna í framtíðinni. Hann er formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, gjaldkeri Stjarnvísindafélags Íslands og einn af ritstjórum Stjörnufræðivefsins. Sævar hefur kennt stjörnufræði og eðlisfræði í framhaldsskólum, verið sumarstarfsmaður á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og kennt börnum og unglingum í Háskóla unga fólksins og Háskólalestinni.

 

Nafnfræðifélagið
c/o svavar@hi.is