Einar Á. E. Sæmundsen fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum heldur fyrirlestur á vegum Nafnfræðifélagsins laugardaginn 21. mars kl. 13.15 í stofu 130 í Öskju, húsi Háskóla Íslands. Einar mun fjalla um skráningu örnefna í þjóðgarðinum og hvaða aðferðafræði er beitt. Yfir 800 örnefni hafa verið skráð inn á loftmyndagrunn í landupplýsingakerfi þjóðgarðsins eftir mismunandi örnefnaskráningum. Í fyrirlestrinum ræðir Einar um aðferðafræðina, örnefnaskráningar og grunngögn sem liggja til grundvallar.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Stjórn Nafnfræðifélagsins
(svavar [hjá] hi.is)