Skip to main content

Fréttir

Örnefnasafn - nafnfræðisvið flutt á Neshaga



Örnefnasafn stofnunarinnar - nafnfræðisvið hefur verið flutt úr Lyngásnum í Garðabæ á Neshaga 16, 107 Reykjavík. Nýtt símanúmer er: 525 5157.

Hallgrímur J. Ámundason, Jónína Hafsteinsdóttir og Svavar Sigmundsson, starfsmenn nafnfræðisviðs eru þessa dagana að koma sér fyrir í nýjum húsakynnum. Þau eru í góðum félagsskap á Neshaganum en þar eru fyrir starfsmenn málræktarsviðs og orðfræðisviðs.

Nánari upplýsingar um starfsmenn nafnfræðisviðs, símanúmer, nýtt aðsetur og sviðið má fá á heimasíðunni.