Föstudagurinn 8. mars, sem ber yfirskriftina Tómstundadagurinn 2019, er útgáfudagur Orðasafns í tómstundafræði sem er unnið í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Þetta er í fyrsta sinn sem gefið er út sérstakt orðasafn yfir lykilhugtök sem tengjast æskulýðsmálum, frístundum og tómstundafræði.
Útgáfan var styrkt af Málræktarsjóði. Útgefendur eru Rannsóknarstofa í tómstundafræði og Félag fagfólks í frítímaþjónustu.
Orðasafnið geta áhugasamir nálgast í útgáfuhófinu sem lesa má nánar um hér.