Skip to main content

Fréttir

Orðasafn í líffærafræði

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Orðanefnd Læknafélags Íslands hafa gefið út þriðja heftið í ritröðinni Orðasafn í líffærafræði.

Í heftinu eru ensk, íslensk og latnesk heiti um æðakerfi mannsins (slagæðar, bláæðar og vessaæðar) með skilgreiningum og stafrófsraðaður hluti með ensk-íslenskum og íslensk-enskum orðalistum. Heftin eru fyrst og fremst ætluð nemendum og starfsmönnum í heilbrigðisgeiranum. Heftið er 56 blaðsíður.