Skip to main content

Fréttir

Orð og tunga: Nýtt hefti komið út

Nýlega kom út 11. hefti tímaritsins Orðs og tungu. Þema þessa heftis er "Arfur og endurnýjun: hvað býr í íslenskum orðaforða?" og falla sex af átta greinum undir það. Höfundar þeirra nálgast efnið frá ólíkum hliðum, t.d. er fjallað um nýyrði, tökuorð og orðmyndunarleg vensl samsettra orða og forsetninga. Tvær greinar fjalla um orðfræðileg efni sem falla utan þemans og auk þess er í heftinu ítarlegur ritdómur um nýlega doktorsritgerð um íslenska málrækt, bókafregnir og fregnir af málþingum og ráðstefnum (efnisyfirlit má nálgast hér).

Panta má áskrift að Orði og tungu á vef stofnunarinnar (sjá hér) eða með því að hafa samband við Kára Kaaber, s. 525 4443. Einnig er hægt að kaupa einstök hefti, annaðhvort beint frá stofnuninni eða í Bóksölu stúdenta.