Skip to main content

Fréttir

Orð og tunga 15 er komin út

Orð og tunga 15.

 

Nýtt hefti er komið út af tímaritinu Orð og tunga sem gefið er út af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þema þessa heftis er Íslenska sem viðfangsmál í íslensk-erlendum orðabókum. Sjónarmið og aðferðir við öflun, val og framsetningu efnisins. Fjórar greinar fjalla um það viðfangsefni frá ýmsum hliðum og byggjast flestar þeirra á erindum sem haldin voru á málþingi tímaritsins vorið 2012. Auk þess er í heftinu grein um orðabókarstörf Konráðs Gíslasonar, tvær greinar um grunnlitarheiti í íslensku að fornu og nýju og ritdómur um Íslensk-spænska orðabók. Loks eru birtar ritfregnir um innlend og erlend rit á sviði tímaritsins og fréttir af væntanlegum ráðstefnum. Efnisyfirlit og útdrætti úr greinum má sjá á vefslóðinni www.arnastofnun.is/page/arnastofnun_timarit_ot_15.

Nánari upplýsingar um Orð og tungu eru á vefsíðu stofnunarinnar þar sem m.a. má panta áskrift (www.arnastofnun.is/page/timarit_ot).

Háskólaútgáfan sér um dreifingu tímaritsins.