Skip to main content

Fréttir

Orð og tunga 14 (2012) er komin út

Orð og tunga 14/2012

Ritstjóri: Ásta Svavarsdóttir

Issn 1022-4610. (Áskrift)

Komið er út 14. hefti tímaritsins Orð og tunga (2012). Þema heftisins er Net til að fanga orð. Greining og lýsing á merkingu og merkingarvenslum. Þrjár greinar fjalla um það efni. Auk þess eru í heftinu ítarlegir ritdómar um þrjár nýlegar bækur og bókaraðir: Nýtt rit í ritröðinni Orðfræðirit fyrri alda (Magnús Ólafsson of Laufás: Specimen lexici runici and Glossarium priscæ linguæ danicæ), Handbók um íslensku og ritröð sem geymir niðurstöður rannsóknar á aðkomuorðum í Norðurlandamálum (Moderne improtord i språka i Norden I-XII). Loks eru birtar bókafregnir og fréttir af ráðstefnum. Efnisyfirlit og útdrætti úr greinum má sjá hér.