Skip to main content

Fréttir

Orð og tunga 13 komin út

13. hefti tímaritsins Orð og tunga var að koma út. Í þessu hefti birtast greinar um efni sem flutt var á málþingi helguðu Ásgeiri Blöndal Magnússyni orðabókarstjóra og síðar forstöðumanns Orðabókar Háskólans. Málþingið, sem haldið var í Þjóðarbókhlöðu 7. nóvember 2009, bar yfirskriftina Orð af orði en 2. nóvember það ár voru 100 ár liðin frá fæðingu Ásgeirs.

Á málþinginu voru alls fluttir níu fyrirlestrar og birtast átta þeirra hér í formi greina sem hafa verið yfirfarnar af höfundum og ritrýndar af tveimur ritrýnum samkvæmt venju tímaritsins. Höfundar eru Arne Torp, Bente Holmberg, Guðrún Kvaran, Guðrún Þórhallsdóttir, Gunnlaugur Ingólfsson, Jón Axel Harðarson, Margrét Jónsdóttir og Mörður Árnason.

Auk þemagreinanna eru birtar stuttar umsagnir um nýlegar bækur á sviði orðfræði og nafnfræði.

Ritstjóri er Guðrún Kvaran.

Lesa má um efni heftisins, m.a. útdrætti úr greinum á íslensku og ensku:

Verð þessa heftis er 3.000 kr.

Hægt er að gerast áskrifandi að tímaritinu og fá um leið eldri árganga á sérstökum vildarkjörum með því að hafa samband við Kára Kaaber (kari [hja] hi.is; sími 525 4010). Einnig má fylla út áskriftarbeiðni á vefnum.