Skip to main content

Fréttir

Orð og tunga 12 komin út

12. hefti tímaritsins Orð og tunga var að koma út. Í heftinu eru fimm greinar tengdar þema þess, "Nafnfræði í brennidepli". Þær fjalla allar um örnefni eða önnur staðaheiti frá ýmsum sjónarhornum. Höfundar eru Ari Páll Kristinsson, Guðrún Kvaran, Hallgrímur J. Ámundason, Svavar Sigmundsson og Torfi Hjartarson. Auk þemagreinanna eru birtar tvær greinar í þessu hefti. Sú fyrri er eftir Margréti Jónsdóttur og fjallar um beygingarsögu orða með viðskeytin -ing og -ung. Síðari greinin er söguleg lýsing á norrænu litarheitunum grænn og gulur eftir Kirsten Wolf. Loks eru í heftinu bókafregnir þar sem greint frá allmörgum nýlegum ritum á sviði tímaritsins og sögð deili á þeim.

Hér má lesa nánar um efni heftisins, m.a. útdrætti úr greinum á íslensku og ensku.

Verð þessa heftis er 2.710 kr. að meðtöldum 7% virðisaukaskatti.

Hægt er að gerast áskrifandi að tímaritinu og fá um leið eldri árganga á sérstökum vildarkjörum með því að hafa samband við Kára Kaaber (kari [hja] hi.is; sími 525 4443). Einnig má fylla út áskriftarbeiðni á vefnum.