Starfsmenn og gestir Árnastofnunar komu saman á málstofu föstudaginn 13. október og fengu innsýn í rannsóknarverkefni sem Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir hefur unnið að með hléum undanfarin ár og er nú langt komin með.
Verkefnið fjallar um elstu lækningar, þróun þeirra og tengsl við alþýðulækningar, galdur, grasalækningar, hómópatíu og nútímalæknisfræði. Meginheimildirnar sem unnið er með eru gömul lækningahandrit sem varðveitt eru í handritasafni Árna Magnússonar, einkum AM 655 xxx 4to; AM 194 8vo; AM 434 a 12mo og AM 696 I 4to.