Laugardaginn 13. september nk. verður haldin ráðstefna á Þingeyri við Dýrafjörð undir yfirskriftinni Sr. Ólafur Jónsson á Söndum í tali og tónum. Ráðstefnan verður í félagsheimilinu og hefst kl. 11 fyrir hádegi. Sex fræðimenn flytja erindi um kveðskap sr. Ólafs og tónlistina við hann. Sönghópur frá Þingeyri flytur nokkur lög eftir skáldið og leikfélagið Höfrungur setur upp stuttan leikþátt.
Ráðstefnan er á vegum Safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri og prófessorsembættis Jóns Sigurðssonar við Háskóla Íslands í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Þingeyrarkirkju, íþróttafélagið Höfrung á Þingeyri, Skjalasafn Vestfjarða og Byggðasafn Vestfjarða.
Séra Ólafur Jónsson (um 1560–1627) á Söndum í Dýrafirði var eitt af höfuðskáldum Íslendinga á fyrri hluta 17. aldar. Hann safnaði kvæðum sínum saman í eitt handrit, sem var skrifað upp mörgum sinnum eftir hans tíð. Nú á dögum er vitað um 25 eftirrit kvæðabókar Ólafs en eiginhandarrit hans er þó glatað. Við mörg af kvæðum Ólafs eru settar nótur og er talið að hann hafi jafnvel samið sum lögin sjálfur. Allir eru velkomnir. Sjá nánar á heimasíðu Safns Jóns Sigurðssonar www.hrafnseyri.is
Dagskrá ráðstefnunnar:
- 11:00 – 11:10 Setning ráðstefnu: Valdimar J. Halldórsson staðarhaldari á Hrafnseyr; kynnir: Guðmundur Hálfdanarson prófessor
- 11:10 – 11:30 Margrét Eggertsdóttir: „Bókin Edda og Biblían“. Viðhorf til kveðskapar á dögum sr. Ólafs Jónssonar á Söndum
- 11:30 – 11:50 Árni Heimir Ingólfsson: Lögin við kvæði Ólafs Jónssonar
- 11:50 – 12:00 Umræður
- 12:00 – 12:45 Hádegishlé
- 12:45 – 13:00 Leikþáttur: Flytjendur úr Leikfélaginu Höfrungur, Þingeyri
- 13:00 – 13:20 Þórunn Sigurðardóttir: Sálgæsla skáldprests. Um kveðskap sr. Ólafs Jónssonar á Söndum
- 13:20 – 13:40 Guðrún Laufey Guðmundsdóttir: Sérarnir Ólafur og Oddur, hvað eiga þessi tvö vinsælu sálmaskáld sameiginlegt og hvar liggur sérstaða þeirra í íslenskum 17. og 18. aldar handritum
- 13:40 – 13:50 Umræður
- 13:50 – 14:00 Tónlistaratriði: Sönghópur frá Þingeyri undir stjórn Guðrúnar Jónsdóttur söngkonu flytur lög eftir sr. Ólaf á Söndum
- 14:00 – 14:20 Johnny Lindholm: „Aldingarður sálarinnar“. Um kvæðabók Ólafs Jónssonar og varðveislu hennar.
- 14:20 – 14:40 Ingibjörg Eyþórsdóttir: „Hýr gleður hug minn hásumartíð“: Heimsmynd Ólafs Jónssonar á Söndum eins og hún birtist í skáldskap hans – og lauslegur samanburður við nokkur skáld samtíma honum
- 14:40 – 14:50 Umræður
- 14:50 – 15:20 Ráðstefnuslit og kaffi
Að kaffihléi loknu verður boðið upp á að skoða elstu starfandi vélsmiðju landsins. Einnig verður farið að Söndum og litast um þar sem bærinn stóð forðum tíð. Fekari upplýsingar veitir Valdimar J. Halldórsson, sími: 456 8260 og 845 5518. Sjá einnig: https://www.facebook.com/#!/hrafnseyri