Skip to main content

Fréttir

Óðfræðifélagið Boðn: málþing 17. apríl.

Næstkomandi föstudag, 17. apríl, verður haldið málþing á vegum Óðfræðifélagsins Boðnar að Síðumúla 15, húsnæði Ásatrúarfélagsins.
Málþingið hefst kl. 13:00.

Á málþinginu verða flutt eftirtalin erindi:

Magnea Ingvarsdóttir:
ÞAÐ KANN ENGINN TVEIMUR HERRUM AÐ ÞJÓNA
Greiningar á ljóðabókum eftir Helgu Pálsdóttur,
Signýju Hjálmarsdóttur og Þóru frá Kirkjubæ

Alda Björk Valdimarsdóttir:
„Við gerðum aðeins það sem ljóðlistin sagði okkur að gera.“
Um fyrirboða í Afmælisbréfum Ted Hughes

Bjarki Karlsson:
„Háttvísitölur – að reikna fylgni bundins máls við bragarhætti og hafa af því eitthvert gagn“

Kristján Eiríksson:
Óðfræðivefur og tímarit um óðfræði

Auk þess mun Kristján Hreinsson ljóðskáld lesa eigin ljóð og segja
stuttlega frá þeim.

Allir velkomnir.

Óðinn. Bókarskreyting úr Snorra-Eddu, – Melsteds Eddu – frá 18. öld.