Skip to main content

Fréttir

Nýsköpunarverðlaun 2012: SignWiki

Katrín Jakobsdóttir fyrrum mennta- og menningarmálaráðherra myndar táknið menning.

 

Samskiptamiðstöð Heyrnarlausra og heyrnarskertra hlaut Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2012 vegna verkefnisins: SignWiki.

SignWiki er upplýsingakerfi og þekkingarbrunnur þar sem táknmálsorðabók og táknmálsnámi er miðlað í tölvur, spjaldtölvur og síma.  Það var þróað til að fylgja eftir nýjum lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls, en  upphaflega kviknaði hugmyndin út frá vinnu með heyrnarlausum í þróunarlöndum.  Þetta er ný nálgun sem byggir á opinni og virkri þátttöku þar sem málsamfélagið og áhugafólk um táknmál eru þátttakendur og leggja til námsefni og tákn.  SignWiki nýtist sem orðabók, til kennslu og í samskiptum við heyrnarlausa, fyrir almenning og til rannsókna og hefur gjörbreytt aðgengi að táknmáli og  miðlun þess.SignWiki þótti af matsnefnd hafa mikið nýsköpunargildi og hátt almannagildi, þar sem verkefnið hefur leitt til straumhvarfa hjá því samfélagi sem það nýtist best.  Auk þess hefur SignWIki skipt miklu máli fyrir starfsemi Samskiptamiðstöðvarinnar og stuðlað að mikilli hagræðingu í miðlun og kennslu táknmáls. Verkefnið er einstakt í sinni röð og það hefur vakið athygli erlendis og er þegar orðin útflutningavara.

www.nyskopunarvefur.is/verdlauna_og_vidurkenningarhafar_2012

Skrifstofa málnefndar um íslenskt táknmál er í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.