Skip to main content

Fréttir

Nýr vefur um tónlist og menningararf

Bókahillur. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.


Ný Ísmús hefur verið opnuð. Ísmús er gagnagrunnur á slóðinni ismus.is sem geymir og birtir á vefnum gögn er varða íslenska menningu fyrr og nú: hljóðrit, ljósmyndir, kvikmyndir, handrit og texta.

Efninu má skipta í þrjá meginflokka:

  • Handrit og prent
  • Hljóðrit
  • Orgel í íslenskum kirkjum

Ísmúsverkefnið hófst fyrir um 17 árum. Í upphafi var ætlunin að birta eingöngu myndir af íslenskum tónlistarhandritum og upplýsingar um þau. Með tímanum hefur áherslan breyst og nú opnar Ísmús aðgang að tónlistar- og sagnamenningu og ýmsum heimildum um menningarsögu þjóðarinnar. Þar koma því fram áður óþekktir möguleikar til rannsókna og heimildaöflunar af ýmsum toga, fyrir almenning, sérfræðinga, nemendur og kennara. 

Verkefnið er í umsjá Tónlistarsafns Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

www.ismus.is