Skip to main content

Fréttir

Nýr starfsmaður

Haukur Þorgeirsson hefur verið ráðinn rannsóknarlektor á handritasviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Haukur mun m.a. bera ábyrgð á þátttöku sviðsins í verkefnum sem tengjast stafrænni miðlun en hann hefur stundað nám í tölvunarfræði og íslensku við Háskóla Íslands. Haukur lauk BS-prófi í rafmagns- og tölvuverkfræði árið 2004, MS-prófi í tölvunarfræði 2006, BA-prófi í íslensku og almennum málvísindum 2008 og í fyrra lauk hann doktorsprófi í íslensku. Doktorsverkefnið nefnist Hljóðkerfi og bragkerfi – Stoðhljóð, tónkvæði og önnur úrlausnarefni í íslenskri bragsögu ásamt útgáfu á Rímum af Ormari Fraðmarssyni.

Haukur hefur síðustu árin stundað rannsóknir sem hlotið hafa styrki úr rannsókna- og háskólasjóðum. Áður vann hann m.a. við forritun hjá Amazon.com í Bretlandi og Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, t.d. við tímaritavefinn og undirbúning að nýjum handritavef.