Skip to main content

Fréttir

Nýr safnvörður á Árnastofnun

Karl Óskar Ólafsson er nýr safnvörður á Árnastofnun.

Karl lauk MA-gráðu í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 2006. Hann lagði áherslu á málsögu, handritafræði og skriftarrannsóknir og MA-ritgerð hans fjallaði um rithendur á nokkrum 16. aldar handritum. Að námi loknu tók hann þátt í útgáfum á ljóðmælum Hallgríms Péturssonar og á Makkabeabókum sem komu út á vegum Árnastofnunar. Hann hefur einnig unnið við málfarsyfirlestur og íslenskukennslu í menntaskóla. Karl er einnig pípulagningameistari og hefur undanfarin ár starfað við fagið og rekið fyrirtæki á því sviði.

Stofnunin býður Karl Óskar velkominn til starfa.