Skip to main content

Fréttir

Nýjar þýðingar Íslendingasagna

Von er á heildarútgáfu Íslendingasagna á þýsku í haust og á dönsku, norsku og sænsku á næsta ári. 

Fimmtán þýðendur koma að þýsku þýðingunni sem kemur út hjá S.Fischer bókaforlaginu.

Saga forlag gefur út norrænu útgáfurnar af Íslendingasögunum. Gísli Sigurðsson stofustjóri á Árnastofnun er  útgáfustjóri þessara þriggja norrænu heildarútgáfna Íslendingasagnanna. Í ráðgefandi ritnefnd eru auk Gísla Örnólfur Thorsson, Vésteinn Ólason og Jónas Kristjánsson, fyrrum forstöðumenn Árnastofnunar og Viðar Hreinsson ritstjóri ensku útgáfunnar sem kom út árið 1997.