Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum annast umsýslu með styrkjum mennta- og menningarmálaráðuneytis til erlendra stúdenta til íslenskunáms við Háskóla Íslands.
Stofnuninni bárust alls 30 umsóknir um styrkina fyrir skólaárið 2021–2022 og voru veittir 14 styrkir til nemenda frá 11 löndum.
Nemendurnir hafa allir lagt stund á íslensku með einum eða öðrum hætti. Sumir hafa lært íslensku við háskólastofnanir sem íslenska ríkið styður við erlendis en aðrir hafa stundað sjálfsnám á vefsvæðinu Icelandic Online.
Nýir styrkþegar:
Adam Flint Taylor – Bandaríkin
Alice Arena – Ítalía
Gregory Andreev – Króatía
Pia Margareta Schuh – Austurríki
Framhaldsstyrkþegar:
Hana Sterikova – Tékkland
Katarzyna Piatkowska – Pólland
Kristina Raitciz – Rússland
Marc Lázaro i Azkarate – Spánn
Nicholas Borbely – Bandaríkin
Rachel Britton – Bandaríkin
Raul Karimov – Rússland
Rémy David Martinache – Frakkland
Svetla Veselinova Stoyanova – Búlgaría
Ville Oskari Väyrynen – Finnland