Skip to main content

Fréttir

Ný örnefnanefnd

Fingur bendir á flúraða stafi í stílabók. Á síðunni stendur "Gerðabók örnefnanefndar"
SSJ

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað nýja örnefnanefnd til næstu fjögurra ára.

Örnefnanefnd hefur margþætt hlutverk. Hún veitir t.d. umsagnir um nöfn á nýjum sveitarfélögum og nýjum náttúrufyrirbærum innan sveitarfélaga. Í ákveðnum tilvikum úrskurðar hún einnig í ágreiningsmálum er varða örnefni, svo sem um nýtt eða breytt bæjarnafn eða götunafn, um nöfn á opinberum skiltum og um örnefni vegna birtingar í opinberum örnefnagrunni.

Íslensk málnefnd og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum tilnefna hvor sinn fulltrúa. Einnig skulu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og innviðaráðherra tilnefna sinn fulltrúann hvor.

Örnefnanefnd er þannig skipuð:

Einar Sveinbjörnsson formaður, skipaður án tilnefningar.
Aðalsteinn Hákonarson, tilnefndur af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Varamaður er Emily Lethbridge.
Þórdís Edda Jóhannesdóttir, tilnefnd af Íslenskri málnefnd. Varamaður er Arnbjörn Jóhannesson.
Tryggvi Már Ingvarsson, tilnefndur af innviðaráðherra. Varamaður er Stefanía Traustadóttir.
Bjarney Guðbjörnsdóttir, tilnefnd af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í umboði innviðaráðherra. Varamaður er Þórey D. Þórðardóttir.

Varaformann örnefnanefndar skal skipa úr hópi nefndarmanna skv. 4. gr. laganna.

Skipunartímabil er frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.

 

Nánar um örnefnanefnd.