Í dag urðu handritaskipti á sýningunni Heimur í orðum í Eddu.
Meðal nýrra handrita má nefna Hrokkinskinnu, glæsilegt íslenskt konungasagnahandrit frá fimmtándu öld sem fengið er að láni frá Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn og Codex Lindesianus, eitt smæsta handrit sem varðveitt er frá Íslandi. Það er fengið að láni frá John Rylands Research Institute and Library í Manchester og inniheldur m.a. tímatalsfræði og umfjöllun um það hvernig ráða megi innræti og skapgerð fólks af útlitinu.
Einnig gefst gestum sýningarinnar kostur á að sjá Skarðsbók Jónsbókar, Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða að nýju, en sú síðastnefnda verður til sýnis með reglulegu millibili í vetur.
Codex Lindesianus.
Konungsbók eddukvæða.
Skarðsbók Jónsbókar.
ÍB 299 4to. Eddur og Rúnir.
Flateyjarbók.
Hrokkinskinna.
