Skip to main content

Fréttir

Ný handrit á sýningunni Heimur í orðum

opna í dökku handriti. Stórir hringir, hver innan í öðrum ná yfir alla opnuna. Merkingar skráðar með litlu letri eru ýmist skrifaðar lárétt yfir síðuna eða fylgja hringjunum.
GKS 1812 4to
SSJ

Nú hefur verið skipt um flest handrit á sýningunni Heimur í orðum. Meðal nýrra handrita á sýningunni eru tvær merkar Skálholtsbækur: Annars vegar geysifallegt Jónsbókarhandrit (AM 351 fol.) og hins vegar annað aðalhandrit Eiríks sögu rauða (AM 557 4to). Þá er nú hægt að sjá á sýningunni eitt elsta og merkilegasta alfræðihandrit sem varðveist hefur á Íslandi (GKS 1812 4to) en það geymir meðal annars fornt heimskort og myndir af merkjum dýrahringsins.

Áfram eru á sýningunni tvö mikilvæg handrit sem eru fengin að láni frá Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn: Morkinskinna, sem er eitt elsta handritið sem varðveitir konungasögur, og myndskreytt edduhandrit frá 18. öld.