Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum býður fólki að taka þátt í könnun vegna nýrrar sýningar sem verður opnuð í Húsi íslenskunnar í Reykjavík árið 2023.
Í könnuninni er hægt að kynnast þeim sögum sem kemur til greina að segja á sýningunni og gefst fólki kostur á að láta í ljós skoðun sína og hafa áhrif á það hvaða saga verður fyrir valinu.
Könnunin tekur að hámarki 15 mínútur og farið verður með öll gögn sem trúnaðarmál. Nöfn þátttakenda fara í pott sem dregið verður úr síðar og er möguleiki á að vinna gjafakort frá VISA að upphæð 6.500 kr.
Könnunina má finna hér.