Skip to main content

Fréttir

Nöfn og aftur nöfn. Guðrún Kvaran á fræðslufundi Nafnfræðifélagsins, 13. mars

Nafnfræðifélagið efnir til fræðslufundar laugardaginn 13. mars nk., kl. 13.15 í stofu N130 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Prófessor Guðrún Kvaran flytur fyrirlestur sem hún nefnir „Nöfn og aftur nöfn“.

Fyrirlesari hefur nýlokið drögum að nýrri útgáfu á /Nöfnum Íslendinga/ sem fyrst kom út árið 1991 í samvinnu við Sigurð Jónsson frá Arnarvatni. Talsverðar breytingar hafa orðið á nafnaforðanum á þessum árum. Í fyrri útgáfu voru flettur rétt tæplega 4000 en nú verða þær rétt rúmlega 6000. Í erindinu verður rætt um núgildandi nafnalög frá 1997 og áhrif þeirra á eiginnöfn. Einkanlega verður rætt um millinöfn, sem nú er heimilt að nota, og ýmis vandamál þeim samfara. Þá verða sýndar helstu breytingar sem orðið hafa á tíðni algengustu nafna frá 1997 til 2007. Að lokum verður farið yfir þau nöfn sem mannanafnanefnd ýmist samþykkti eða hafnaði á árinu 2008.

Félagar eru hvattir til að sækja fyrirlesturinn og taka með sér gesti.