Skip to main content

Fréttir

Nafnfræðifélagið. Jörundur Svavarsson: Nafngiftir á nýjum dýrategundum


Laugardaginn 24. janúar nk., kl. 13.15, verður haldinn opinn fræðslufundur í Nafnfræðifélaginu í Öskju, húsi Háskóla Íslands, stofu N 130. (Ath. nýjan stað!)

Jörundur Svavarsson prófessor flytur fyrirlestur sem hann nefnir

  • Nafngiftir á nýjum dýrategundum

Árlega finnst fjöldi áður óþekktra dýrategunda, sem fá nafn sitt þegar lýsingar á þeim birtast í alþjóðlegum fræðiritum. Að mörgu þarf að hyggja þegar tegundum eru gefin nöfn. Nafngiftakerfið byggir á gamalli hefð, sem rekja má aftur til ársins 1758, þegar Linneus birti Systema Naturae, en nöfnin þurfa að fylgja hinum alþjóðlega nafngiftakóða dýrafræðinnar. Kynntar verða þær aðferðir sem beitt er við nafngiftir og fjallað um þau margvíslegu sjónarmið sem taka verður tillit til. Ræddir verða tískustraumar í vali á nöfnum og kynnt verða nöfn á ýmsum íslenskum tegundum, sem lýst hefur verið á undanförnum árum.

Stjórnin

(svavar [hjá] hi.is)