Skip to main content

Fréttir

Myndasyrpa frá vesturíslenskri helgi

Vesturíslensk helgi var haldin í Eddu 21.–22. október en í ár var þess minnst að 150 ár eru liðin síðan fyrsti stóri hópur vesturfara fór vestur um haf frá Íslandi til Kanada.

Að morgni laugardags 21. október fór fram Þjóðræknisþing Þjóðræknisfélags Íslendinga og eftir hádegi var haldið málþing sem lauk með opnun nýs gagnagrunns á vegum Árnastofnunar um handrit og bréf íslenskra vesturfara. Þúsundir mynda af íslenskum handritum og bréfum í Kanada og Bandaríkjunum koma nú fyrir sjónir almennings í fyrsta sinn en gagnagrunnurinn er bæði aðgengilegur á íslensku og ensku.

Sunnudaginn 22. október mætti síðan vesturíslenska sagnakonan Karen Gummo og hélt sagnastund á ensku um vesturíslenska rithöfundinn Lauru Goodman Salverson.

 

Hér gefur að líta nokkrar myndir frá málþinginu og sagnastund Karenar Gummo. Myndirnar tók Sigurður Stefán Jónsson ljósmyndari Árnastofnunar.

Málþing og opnun gagnagrunns

Sagnastund með Karen Gummo