Skip to main content

Fréttir

Myndasyrpa frá Nafnfræðiþingi Nafnfræðifélagsins

Nafnfræðiþing Nafnfræðifélagsins var haldið laugardaginn 14. október í samstarfi við Árnastofnun. Félagið var stofnað árið 2000 og hefur þann tilgang að efla þekkingu á nafnfræði og stuðla að rannsóknum á nöfnum af ýmsu tagi. 

Að þessu sinni var yfirskrift þingsins Nöfn og skáldskapur. Það er vel þekkt að höfundar nýti sér nöfn til að ljá persónum, stöðum og ýmsum fyrirbærum í verkum sínum tiltekinn blæ eða innihald. En hvað eru þeir að hugsa þegar þeir velja nöfn – og hvaða aðferðum er beitt? Hvaða hlutverki gegna nöfn í skáldskap?

 

Her gefur að líta nokkrar myndir frá þinginu en myndirnar tók Sigurður Stefán Jónsson ljósmyndari Árnastofnunar.