Skip to main content

Fréttir

Morkinskinna tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Tilnefnt var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2011 í gær í tveimur flokkum, flokki fagurbókmennta og í flokki fræðibóka og rita almenns efnis.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

Ármann Jakobsson og Þórður Ingi Guðjónsson
Morkinskinna I og II bindi
Útgefandi: Hið íslenzka fornritafélag

Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson
Góður matur, gott líf – í takt við árstíðirnar
Útgefandi: Vaka-Helgafell

Jón Yngvi Jóhannsson
Landnám – ævisaga Gunnars Gunnarssonar
Útgefandi: Mál og menning

Páll Björnsson
Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar
Útgefandi: Sögufélag

Sigríður Víðis Jónsdóttir
Ríkisfang: Ekkert - Flóttinn frá Írak á Akranes
Útgefandi: Mál og menning

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta:

Guðrún Eva Mínervudóttir
Allt með kossi vekur
Útgefandi: JPV útgáfa

Hallgrímur Helgason
Konan við 1000°
Útgefandi: JPV útgáfa

Jón Kalman Stefánsson
Hjarta mannsins
Útgefandi: Bjartur

Oddný Eir Ævarsdóttir
Jarðnæði
Útgefandi: Bjartur

Steinunn Sigurðardóttir
jójó
Útgefandi: Bjartur