Hlutverk FÍT-verðlaunanna er að viðurkenna þau verk sem skara fram úr á Íslandi í grafískri hönnun og myndlýsingum. Í ár bárust 428 innsendingar í 17 flokkum og eru tilnefnd 79 verk til FÍT verðlaunanna 2025. Dómnefndir meta innsendingar út frá faglegum forsendum og tilnefningar eru aðeins veittar ef verk þykir vera framúrskarandi á sínu sviði. Sömuleiðis er á valdi dómnefndar að ákveða hvort veittar séu viðurkenningar og hversu mörg verk hljóti tilnefningu í hverjum flokki.
Vefsíðan M.is fékk tilnefningu í flokki vefsíðna og í flokki gagnvirkrar miðlunar og upplýsingahönnunar hjá Félagi íslenskra teiknara.