Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum segir í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur „gríðarlega spennandi möguleika skapast þegar stofnunin kemst á einn stað. Hún hefur þá sýn að þá muni stofnunin opnast upp á gátt.".
Viðtalið birtist í Morgunblaðinu í gær, sunnudaginn 21. febrúar. Með góðfúsu leyfi ritstjórnar blaðsins má nálgast viðtalið hér:
- „Menningararfur í nýju samhengi“. Viðtal við Guðrúnu Nordal í Morgunblaðinu 21. febrúar 2010 (pdf, 163 k).