Skip to main content

Fréttir

Menningararfur í kvikmynd og á vef

Myndin Þór var frumsýnd hér á landi í gær. Í henni er fjallað um þrumuguðinn Þór - sem er sendur til jarðar í refsingarskyni eftir að hann gengur fram af Óðni með hroka sínum og kæruleysi. Í þessari mynd eru gömlu heiðnu goðin og gyðjurnar; fyrrnefndir Þór, Óðinn, Loki, Frigg og fleiri en sögurnar af þeim hafa bara varðveist hér á landi - í Eddukvæðunum og Snorra-Eddu.


Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor og stofustjóri á þjóðfræðisviði Árnastofnunar ræddi menningararf okkar Íslendinga á Rás 2 í morgun og hvort við Íslendingar gætum ef til vill nýtt okkur þessar gömlu norrænu frásagnir betur. Ýmsar fróðlegar og skemmtilegar vefsíður eru til um menningararfinn. Til dæmis vefur um evrópskan sagnaarf sem stofnunin tók þátt í að vinna:

 og fleira sem finna má á síðu þjóðfræðisviðs Árnastofnunar.