Skip to main content

Fréttir

Menning á mótum miðalda og nýaldar

Gluggað í bækur. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

 

Málþingið Samfella og rof verður haldið á vegum þverfræðilegs rannsóknarverkefnis um áhrif siðaskiptanna á kirkju, samfélag og menningu (2107.is). Fjallað verður um samfellu og rof í menningu á mótum miðalda og nýaldar.

Málþingið verður haldið í stofu 225 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands föstudaginn 2. nóvember kl. 13.30— 16.

Dagskrá:

    Samfella (hinar löngu miðaldir): Dr. Gunnar Harðarson prófessor og Torfi K. Stefánsson Hjaltalín guðfræðingur.
    Kaffihlé.
    Rof: Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor og Dr. Vilborg Auður Ísleifsdóttir sagnfræðingur.
    Almennar umræður.
    Heimasíða verkefnisins kynnt.

Málþingsstjóri er Margrét Eggertsdóttir rannnsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Málþingið er öllum opið.