Skip to main content

Fréttir

Málþing um upprisuna í sálmum og predikunum Lúthers

 

Marteinn Lúther.

Laugardaginn 11. apríl kl. 13:30-16:00 verður haldið málþing í Neskirkju, undir yfirskriftinni: Upprisan í sálmum og prédikun Lúthers. Málþingið er einn af mörgum viðburðum sem nefnd um fimm alda minningu siðbótarinnar stendur fyrir í tilefni af því að árið 2017 verða liðin 500 ár frá því að Marteinn Lúther hengdi greinarnar 95 á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg. Sá atburður er talinn marka upphaf siðbótarinnar. Á málþinginu verða flutt eftirtalin erindi:

  • Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson: „Sáð er forgengilegu, en upp rís óforgengilegt“ – Um dauða og upprisu í guðfræði Lúthers.
  • Dr. Einar Sigurbjörnsson: „Á hólm við dauðann Guðs son gekk“ – Um páskasálma Lúthers.
  • Dr. Margrét Eggertsdóttir: Hveitikorn þekktu þitt. Upprisan í verkum Hallgríms Péturssonar.

Auk þess mun Margrét Bóasdóttir leiða söng þar sem sálmar Lúthers verða kynntir.

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup, stýrir umræðum.

Boðið verður upp á kaffi og er málþingið öllum opið.