Í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Arnheiðar Sigurðardóttur var haldið málþing henni til heiðurs 16. október síðastliðinn. Að málþinginu stóðu Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði, Þýðingasetur Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Arnheiður stundaði nám við Kennaraskólann, lauk prófi í íslensku við Háskóla Íslands og meistaranámi frá sama skóla sem var fátítt á þessum árum. Hún starfaði í 17 ár á Orðabók Háskólans, frá 1974 til 1991. Arnheiður var afkastamikill þýðandi og þýddi meðal annars bækur eftir Sigrid Undset, Selmu Lagerlöf og Karen Blixen svo eitthvað sé talið.
Á málþinginu sem haldið var í Þjóðminjasafninu fjölluðu Ragnhildur Richter, Helga Kress, Guðrún Kvaran, Soffía Auður Birgisdóttir og Kristrún Guðmundsdóttir um ævi hennar og verk.
Erindi Soffíu Auðar Birgisdóttur má finna hér.