Máltæknisjóður starfar samkvæmt úthlutunarreglum samþykktum af mennta- og menningarmálaráðuneyti. Honum er ætlað að styrkja verkefni á sviði máltækni og stuðla þannig að því að íslenska sé gjaldgeng í stafrænni upplýsingatækni og notuð á þeim vettvangi. Tilgangurinn er annars vegar að efla og vernda íslenska tungu og hins vegar að auðvelda nýtingu nýrrar samskiptatækni í íslensku samfélagi, til hagsbótar almenningi, stofnunum og fyrirtækjum. Árið 2015 njóta verkefni á sviði talgreiningar forgangs. Allt að 15 m. kr. verður úthlutað úr sjóðnum í ár. Einstaklingar, félög, stofnanir og aðrir sem vinna að íslenskri máltækni geta sótt um. Umsóknarfrestur er einu sinni á ári. Næsti umsóknarfrestur er til 18. júní 2015, kl. 16.
Nánari upplýsingar eru á vef Rannís.