Málstofur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum halda áfram á vorönn með svipuðu sniði og í haust.
Dagskrá vormisseris verður þannig:
- 1. febrúar. Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir: ÍSLEX – íslensk-skandínavísk veforðabók.
- 29. febrúar. Þórður Ingi Guðjónsson: Tómas saga postula: Frá Sýrlandi til Íslands.
- 28. mars. Ármann Jakobsson: Morkinskinna fyrir Íslendinga – rabb um útgáfu.
- 18. apríl. Haraldur Bernharðsson: Málbreytingar og stafsetning í miðaldahandritum.
- 23. maí. Sigrún Helgadóttir: Mörkuð íslensk málheild.
Efni hverrar málstofu verður kynnt nánar þegar nær dregur.
Málstofurnar eru haldnar á Neshaga 16, 3. hæð, og hefjast kl. 15.00. Léttar veitingar og umræður.