Skip to main content

Fréttir

Málstofur stofnunarinnar. Dagskrá vormisseris


Málstofur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum halda áfram á vorönn með svipuðu sniði og í haust.

Dagskrá vormisseris verður þannig:

  • 30. janúar Birgit Nyborg: Að þýða riddarasögur
  • 27. febrúar Vésteinn Ólason: Arfleifð Árna Magnússonar
  • 27. mars Yelena Sesselja Helgadóttir: Íslenskar þulur síðari alda 
  • 24. apríl Ágústa Þorbergsdóttir: Þróun íðorðafræði
  • 29. maí Annette Lassen: Fornaldarsögur og lærdómsmenning

Efni hverrar málstofu verður kynnt nánar þegar nær dregur.

Málstofurnar eru haldnar á Neshaga 16, 3. hæð, og hefjast kl. 15.30. Léttar veitingar og umræður.