Skip to main content

Fréttir

Lýst eftir doktorsnema í verkefni um Snorra-Eddu

 

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum lýsir eftir nema til að taka þátt í rannsóknarverkefni um Konungsbók Snorra-Eddu (GKS 2367 4to). Neminn skal vinna doktorsverkefni um handritið – greiningu á skrift og rithætti þess í líkingu við þær rannsóknir sem Lasse Mårtensson og Karl G. Johansson hafa unnið á Uppsalabók Snorra-Eddu (Mårtensson 2013, Skrivaren och förlagan) og Wormsbók Snorra-Eddu (Johansson 1997, Studier i Codex Wormianus). Verkefnið er styrkt af Rannís og fellur í sér þriggja ára kaup til doktorsnemans.

Umsækjendur skulu senda Hauki Þorgeirssyni (haukurth@hi.is), verkefnisstjóra, ferilskrá sína og prófskírteini ásamt bréfi (að hámarkslengd 1000 orð) þar sem útskýrt er hvers vegna þeir hafi áhuga á verkefninu og hvers vegna þeir séu vel til þess fallnir að sinna því. Neminn þarf að geta hafið störf í haust og þarf þá að hafa lokið MA-prófi á viðeigandi sviði og uppfylla önnur skilyrði til inngöngu í doktorsnám við Háskóla Íslands. Neminn skal hafa þekkingu á Snorra-Eddu, miðaldahandritum og íslenskri mál- og skriftarsögu. Umsóknarfrestur er til 25. maí. Haukur veitir nánari upplýsingar ef óskað er eftir.